þriðjudagur, janúar 04, 2005

Á nýársballinu lenti barþjónninn ég á sveittu trúnói við gráhærðan vindlakall. Trúnó er samt ekki fullnægjandi lýsing á þessu samtali okkar, því ég trúði honum ekki fyrir einu eða neinu, heldur hlustaði bara og kom með ráð (lýsingarorðinu góð var viljandi sleppt). Mér fannst mig skorta sálfræðimenntun til að höndla þetta almennilega. Það eina sem ég gat gert að var að brosa og svara í klisjum. Hann virtist samt sáttur við mig í lokin, en hvort það var vegna brossins og ráðanna eða vegna hinna fjóra tvöfalda gin og tónik drykkja sem ég bjó til handa honum veit ég ekki.
Annar maður hékk á barnum og dundaði sig við að búa til dónalegar framhjáhaldssögur um fólkið sem sat í sófunum í kring. Hann kom öllum sögunum áleiðis til mín og bað mig meta hvort þær gætu átt við rök að styðjast. Svo pikkaði hann í sófapörin þegar þau gengu framhjá honum og spurði þau hvort þau væru gift.

Engin ummæli: