mánudagur, febrúar 28, 2005

Ég hef aldrei fílað að læra með tónlist í eyrunum.. en núna sit ég á Bókhlöðunni með heyrnartól, hnykkjandi höfuðið í takt við The Dark Side of the Moon eins og ég hafi aldrei gert annað, búin að spæna mig í gegnum ótal blaðsíður og svara skemmtilegu spurningunum í lok kaflans.
Merkilegt hvernig hlutirnir breytast. Þegar ég var í grunnskóla mátti ég ekki heyra saumnál detta án þess að missa einbeitinguna, í MR var ég farin að mildast en fannst tónlist samt truflandi. Ég hlýt að hafa fundið lykilinn að farsælli hlustun þegar ég, til að trufla ekki samhlöðunga mína, stillti hljóðið á minnsta styrk. Aaaahh, þetta er geggjað, ég gæti lært í alla nótt!

D - Danmörk, besti staðurinn til að slíta barnsskónum. Á tímabili bjuggum við í hvítu húsi með bóndarósum upp um alla veggi, rauðu þaki og skorsteini. Í flennistóra garðinum sem fylgdi uxu tvö eplatré, perutré, kirsuberjatré, jarðaberjaplöntur, stikkilsberjarunnar og rabbabaraplöntur í massavís.

Engin ummæli: