þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Undarlegt hvernig hlutir virðast oft taka upp á því að bila samtímis. Ofninn minn lekur og það blæs inn um skorsteininn. Einnig er glugginn sem er fyrir ofan lekandi ofninn að detta af hjörunum og verður því ekki lokaður fullkomlega.. sem er bagalegt þegar vindur er úti. Að auki er sírennsli í klósettinu og ómögulegt að skrúfa nægilega vel fyrir heita vatnið í baðherbergisvaskinum.
Dripp dropp, dripp dropp - gnauð gnauð gnauð - dripp dripp dripp.
Nokkuð ljóst að ég þarf að fara í Ofurkonubúninginn um helgina. Og hugsanlega hringja í pabba.

Uppfært 9. febrúar kl. 12:14 - Í nótt myndaðist það hár loftþrýsingur inni í geymslunni undir svefnherbergissúðinni, að gerviveggurinn/geymsluhurðin fauk upp og braut upp gólflistann. Þetta hlýtur að vera einhvers konar álög?

Engin ummæli: