laugardagur, mars 12, 2005


G - Grettumyndir og sjálfsmyndir hafa verið að ryðja sér rúms eftir tilkomu stafrænu myndavélanna. Áður þurfti að hafa áhyggjur af filmu- og prentkostnaði, en nú er stærð minniskorta hið eina sem stendur í veg fyrir góðar myndasyrpur.
Þessa tilkomumiklu klessumynd af okkur systkinunum tók ég aðfangadagskvöldið síðasta. Hún er sú seinasta í röð margra (virkilega margra), en mig minnir að við höfum verið að bíða eftir desertnum. Annars er ég hugsanlega mögulega haldin grettu- og sjálfsmyndageðröskun. Ég kann mér ekki hófs. Um daginn fór ég með föður mínum upp í hesthús til að hjálpa honum að gefa, en stóð í staðinn fyrir framan skítugan spegil í rúmar 45 mínútur, grettandi mig og geiflandi, með stafræna myndavél í höndunum. Pabbi tók því furðuvel.Posted by Hello

Engin ummæli: