miðvikudagur, mars 30, 2005

Jæja, brotabrot úr ferðasögunni.
Ég var samferða Skarphéðni efnafræðikennara út. Hann var skemmtilega glaður að sjá mig, gaf mér knús og koss á kinn þegar ég heilsaði honum í Leifsstöð. Hann var að fara til Selva en ég til Madonna di Campiglio, annars hefði nú verið skemmtilegt að bruna niður brekkurnar með honum. Brun brun. Ég tók fartölvuna meðferðis (ritgerðarskrif urðu þó ekki eins mikil og ég hafði planað) og gat því horft á The Life Aquatic í stað þess að láta mér leiðast flugvélinni. Frábær mynd!
Þegar við lentum tók Mauro Bezzi, rútubílsstjórinn með Antoniu Banderas hárið, á móti okkur. Við vorum fjórar fjölskyldur að ferðast saman, tveir æskuvinir pabba og fjölskyldur þeirra ásamt tengdafjölskyldu dóttur eins æskufélagans. Ásamt okkur Óttari voru sjö aðrir krakkar með í för - þrír á mínum aldri (19-22), þrír á Óttars aldri (10-12) og ein sextán ára skvísa. Við brunuðum síðan á norður á bóginn þar sem brekkurnar biðu í allri sinni dýrð. Reyndar var afskaplega lítill snjór í brekkunum, en sólin skein og stemningin góð. Færið var þungt en ágætt í brautunum sjálfum.
Þessu skilti tók ég ekki eftir fyrr en ég var búin að skíða lengi vel utan rauðu brautarinnar á Groste svæðinu. Eftir þessa viðvörun ákvað ég að hætta að ofmeta eigin getu og hélt mig á réttum stöðum.

Posted by Hello


Hér má sjá kljáf og fagra fjallasýn.

Posted by Hello

..og þoku.

Posted by Hello

Þetta var mögnuð ferð. Ég hef aldrei áður farið til Ítalíu.. en hólímólí hvað þetta er æðislegt land. Maturinn er ólýsanlegur, karlkynið og tungumálið svo fagurt.

J - Jabberwocky, skemmtilega skrýtið kvæði eftir Lewis Carrol. Það er búið til úr tilbúnum orðum, en manni tekst samt alltaf að lesa út einhverja merkingu einhvernveginn. Kvæðið hefst svo: ´Twas brillig, and the slithy toves/Did gyre and gimble in the wabe:/All mimsy were the borogoves,/And the mome raths outgrabe.

Engin ummæli: