miðvikudagur, mars 23, 2005

Verð að skrifa hratt.. internet er fokdýrt, sex mínútur eftir!
Það er ekki mikill snjór hér í Madonna, en færið er samt gott. Ég fór í tveggja tíma skíðakennslu í gær, ásamt móður minni, hjá guðdómlega fallegum Ítala. Á morgun ætla ég að fara ein í kennslu, haha.. Ljúfa líf! Ég er ekki búin að detta oft.. en í þau skipti sem e-ð klikkar þá dett ég með stæl. Marbletturinn á hægri mjöðm er á stærð við Sjáland.
Jæks, tíminn er búinn. Nú fer ég og fæ mér pasta. Í kvöld er ég að fara á pöbbarölt ásamt tveimur fyrrverandi verzlingum og einum núverandi.
Ah já, ég keypti mér myndavél í fríhöfninni.. Canon Ixus 40. Set inn fallegar Ítalíumyndir við fyrsta tækifæri.

Æ, joð verður að bíða betri tíma.. hot damn.

Engin ummæli: