mánudagur, apríl 18, 2005

Ég finn fyrir mikilli stafrófspressu þessa dagana. Þrjár manneskjur hafa nefnt það við mig að P-ið sé áberandi seint á ferð. Einnig er að koma í bakið á mér sú yfirlýsing að ég vissi upp á hár hvað ég myndi skrifa um þegar stund P rynni upp. Ég lýsi því hérmeð yfir að P-ið verður ekkert merkilegra en hinir stafirnir, og mun birtast þegar ég verð komin í stafrófsstuð á ný.

Engin ummæli: