sunnudagur, apríl 03, 2005

Ég ók eftir ljósgráum BMW, troðfullan ungmennum, á leið minni heim úr partýi Snæbjarnar í nótt. Eftir á að hyggja er ég sannfærð um að ökumaðurinn hafi annaðhvort verið að lifa sig allt of mikið inn í samræðurnar og hasarinn, eða að hann hafi hreinlega verið sauðadrukkinn. Þegar við vorum að keyra upp á Breiðholtsbrúna og að ljósunum (sem lýstu fallega grænu) neglir hann niður og missir algerlega stjórn á bílnum. Það var mikil hálka, svo bílinn rann yfir á vinstri helminginn og aftur yfir á þá hægri þar sem dekkin skröpuðust við kantsteininn. Ég rétt svo náði að beygja yfir á Kópavogsakreinina án þess að missa of mikið stjórn á bílnum og þegar ég hægði á mér og leit í átt að BMW-inum mættu mér fimm skellihlæjandi andlit og þrjú fokkjú merki. Er fólk fífl?!

L - Legokubbarnir mínir voru klárlega "besta dót í heimi - ever!" þegar ég var lítil. Barbiedúkkur og Pleymokallar stóðust engan vegin samanburði. Einu sinni tróð ég rauðum kubbi af minnstu gerðinni (þið vitið, með einum nabbi) svo langt upp í nösina að mamma var farin að svitna á efri vörinni við það að ná honum út. Those were the days.

Engin ummæli: