miðvikudagur, apríl 06, 2005

M - módelþáttur. America´s Next Top Model er eini þátturinn sem ég missi aldrei af. Það er reyndar ekki af því að mér þykir hann sérstaklega góður eða ómissanlegur, en hvað er maður annars að gera á miðvikudagskvöldum klukkan níu? Í fyrstu þáttaröðinni hélt ég með Adrienne frá því ég fyrst heyrði hana tala. Hún talaði svo hægt og svo steikt að við Þórunn vorum sannfærðar um að hún væri á lyfjum. Í upphafi næstu þáttaraðar hélt ég ekki með neinni sérstakri, en Mercedes vann á eftir því sem leið á þættina. Í þriðju þáttaröðinni, sem nú er verið að sýna, eru svo margar skemmtilegar sem koma til greina. Vúhú. Svo er Tyra Banks auðvitað svo mikil snilld. Hversu sjálfhverf getur ein manneskja orðið?!

Engin ummæli: