þriðjudagur, maí 10, 2005

Ef ég væri yfirsetukona í prófum þá myndi ég ekki segja neitt við nemendurna nema "Þið megið byrja, munið að merkja", "Próftími er hálfnaður", "Það er hálftími eftir" og "Vinsamlega skilið prófblöðum núna". Ég myndi ekki babbla stanslaust fyrstu sex mínútur prófsins um skrjáfandi nammibréf og aðferðafræði kennitölumerkingarinnar. Ég myndi athuga skilríki nemenda hratt og örugglega, og sitja eftir það í sæti mínu. Ég myndi hafa með mér bók að lesa svo ég þyrfti ekki að tala við yfirsetufélaga minn og trufla þannig próftakana. Ég myndi aldrei láta mér detta í hug að mæta með garn og prjóna!

Engin ummæli: