sunnudagur, maí 22, 2005

Eftir súpergott afmælis- skástrik Eurovisionpartý hjá Margréti, gerði ég stutt stopp í bænum á leið minni heim. Á Prikinu lenti ég tvisvar sinnum í því að fólk hélt mig vera kærustu Snæbjarnar. Við sátum í gluggasyllu á annarri hæðinni þegar kunningi Snæbjarnar vatt sér að honum og heilsaði með virktum. "Og er þetta kærastan?" spurði hann svo brosandi meðan hann tók í höndina á mér. "Nei nei, ég er vinkona hans" sagði ég, og þá sleppti hann höndinni minni samstundis og rauk í burtu. Frekar furðulegt. Stuttu síðar kom stelpa úr 4. bekk MR, afar hress með ananas Breezer í vinstri og sígarettu í hægri. "Hææææjjj! Ég verð bara að segja þér að mér finnst Elín Lóa vera æðisleg!" sagði hún við Snæbjörn. Svo leit hún á mig og fraus. "Uuu, eruði ekki saman ennþá annars?" spurði hún og Snæbjörn játti því. Þá fékk hún skemmtilega nervöst hláturskast og stundi "Hjúkk, annars hefði þetta verið ýkt vandræðalegt móment!"

Svo fórum við kærasti minn af Prikinu á Pizza King. Á leiðinni sáum við slagsmál í uppsiglingu og þrjá stráka skvettandi úr skinnsokknum utan í Stjórnarráðið.Ég skil ekki svona lagað. Já, þið getið pissað standandi, það er frábært! Jú jú, náttúran kallar ótt og títt þegar maður er á djamminu. En nei nei nei, það er ekki í lagi að pissa á Stjórnarráðið!

Engin ummæli: