mánudagur, maí 16, 2005

Í morgun vaknaði ég áður en vekjaraklukkan hringdi, var komin niður á hafnarbakka á undan túristunum og setti mig í sumarvinnustellingar. Klukkan þrjú fór ég í hvalaskoðunarferð með austurrískri barónessu og fylgdarliði hennar.
Upphaflega var búið að segja að þetta væri 100 manna hópur, en þegar lagt var af stað voru bara 16 manns um borð. Peningarnir vaxa greinilega á trjánum í garði barónessunnar, því fámennið skipti hana engu - báturinn var tekinn á leigu og matur serveraður. Þegar við lögðum að um sjöleytið var ennþá fullt af pizzum, samlokum og hvítvínsflöskum eftir. Barónessan kvaddi áhöfnina með handabandi og brosi allan hringinn, reynslunni ríkari. Við guide-inn tókum sitthvora pizzuna með heim. Það er svo gaman að spara.

Engin ummæli: