þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ég er að fara til Kaupmannahafnar á morgun! Óskipulag mitt hefur náð nýjum hæðum. Ég hef ekki hugmynd um hvenær flugið fer frá Keflavík, er ekki alveg búin að finna út úr því hvernig ég eigi að komast út á völl og er hvorki búin að útvega ferðatösku né ákveða hvað fer í hana. Sömuleiðis á ég eftir að ákveða og kaupa útskriftargjöf handa vinkonu minni (hverrar svendegilde ég er að fara í á laugardaginn), láta nokkrar vel valdar myndir af fjölskyldu minni á geisladisk og finna svefnpokann minn. Svo er ég að reyna að hafa upp á gömlum vinum, láta vita af komu minni og skipuleggja hitting. Afhverju svarar fólk ekki tölvupóstinum sínum?
Ég hef ekkert heyrt í ferðafélögum mínum, Hönnu, Unu og Steinunni, og veit því ekki hvernig málin standa hjá þeim. Eru þær með far út á völl? Vita þær hvenær flugið fer? Eru þær til í að fara með mér í Tivoli á fimmtudaginn?!

Engin ummæli: