mánudagur, ágúst 22, 2005

Eftir að hafa talað við fjölmarga mismunandi ferðamenn um nákvæmlega sömu hlutina í rúma þrjá mánuði er ég búin að koma mér upp ágætis safni af vemmilegum "hehe" bröndurum. Fyrsta mánuðinn kippti ég mér ekki sérlega upp við það þegar ég sagði hluti eins og "OK then, that´ll be 3700... krónur, hehe don´t worry, not dollars!"
Núna er ég orðin mjög meðvituð um hversu oft ég segi svona lélega brandara, og hversu lítið þeir eru búnir að breytast yfir sumarið, svo ég er farin að hlæja upphátt að lúðahættinum í sjálfri mér. Það kemur út eins og mér finnist ég ýkt fyndin.

"No, the rain doesn´t affect the chances of seeing whales. You see, the whales are already wet.. they don´t mind a couple of drops more! Hahahahahaha..."

Engin ummæli: