föstudagur, september 02, 2005

Dvölin í Danmörku var æðisleg. Ég vildi óska að ég hefði afsökun til að fara þangað oftar.
Ég asnaðist til að gleyma straumbreyti/hleðslutæki (?) fartölvunnar heima hjá mömmu og pabba fyrir tveimur dögum, svo tölvan er á síðusta snúningi núna. Þess vegna nenni ég ekki að skrifa ferðasöguna, heldur læt bara mynd fylgja.
Þessi var tekin eftir næturbrölt föstudagskvöldsins. Við vorum ný komnar af Copenhagen Jazzhouse og vorum að bíða eftir að röðin kæmi að okkur hjá pølsedamen på Rådhuspladsen. Það sem einkenndi þetta kvöld voru kraftaverkaáhrif áfengisdrykkju á dönskukunnáttu. Hold kæft, hvor var det sjovt!

Engin ummæli: