föstudagur, september 30, 2005

Klukkumbull.

  1. Mér er oft kalt á tánum á kvöldin.
  2. Mér finnst æðislegt þegar ég vakna áður en klukkan hringir því þá er hægt að njóta þess hvað sængin er hlý og hvað stellingin sem maður liggur í er þægileg áður en maður þarf að fara á fætur.
  3. Ég hef aldrei verið ástfangin.
  4. Ég er ekki viss um að mig langi að vera sálfræðingur.
  5. Ég hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar og er geðveikt stolt af því, þó svo að ég hafi verið á mun lakari tíma en háöldruð móðir mín.

Engin ummæli: