þriðjudagur, september 20, 2005

Dúddúrú, ég verð alltaf svo eirðarlaus áður en ég fer út á flugvöll. Ég er með subbulega stóra tösku, hún er ekki einu sinni hálf-full. Það er samt ekkert annað í stöðunni svosem, hin taskan sem mér stendur til boða er pinkuponsu. Þetta er í góðu lagi, nú er bara meira pláss fyrir nýjar fjárfestingar.

Hvað á ég eftir að gera? Fara með matvörur sem skemmast niður til ömmu, fara út með ruslið, setja myndavélina í handfarangurstöskuna og stökkva út í banka og kaupa dólara. Ókeibb, af stað nú.

Ég er spennt. Ég hlakka til. Bless í bili.

Engin ummæli: