mánudagur, september 19, 2005

Til að öðlast próftökurétt í tölfræði III þurfa nemendur meðal annars að leysa krossapróf úr hverjum kafla. Þetta er gert á heimasíðu kennslubókarinnar og er mjög lestrarhvetjandi ef svo má segja. Á sunnudaginn næsta er síðasti séns að leysa próf úr 11. kafla, en þar sem ég verð upptekin á White Stripes tónleikum (AAAAAAAAA!!!!) í New York þá verð ég að taka svona próf í kvöld. Prófessorinn bað okkur um að skrá skírnarnafn okkar undir First name á skráningarsíðu krossaprófanna en HÍ notendanafnið sem Last name. Nema hvað... ég gat ómögulega skráð notendanafn mitt sem föðurnafn vegna þess að notendanafnið inniheldur tölustafinn 1. Lásí skráningarkerfi.
Ég skrifaði því nokkrar línur á umræðuþráð kúrsins og spurði hvort það væri í lagi hans vegna að ég skráði notendanafnið sem aesEINN í stað aes1. Rétt í þessu hringdi hann í mig og bað mig hitta sig á skrifstofunni sinni á morgun, því það hefðu aðrir lent í svipuðu veseni og hann vildi fá aðstoð (þ.e. nemendalykilorð mitt) við að komast að rótum vandans.
Ég hef aldrei talað við háskólaprófessor utan fyrirlestra, þetta verður alveg ný upplifun. Spennó. Ég vona að hann leyfi mér að sleppa við lokaprófið í staðinn. Það væri æði.

Engin ummæli: