fimmtudagur, október 06, 2005

Ég fór í kvöldmat til mömmz og pabbz í kvöld. Rétt í þessu sagði mamma mér að hún hefði lesið bloggið mitt í dag:

"Þar stóð að þú hefðir aldrei verið ástfangin, Ásdís!"
"Jááá..."
"Hvað hugsa allir strákarnir sem halda að þú sért skotin í þeim?"
"Ha? Ég hef aldrei verið ástfangin! Ég er oft skotin!" (hneyksluð)
"Iiiihh."
Er það bara ég eða er ekki mikill munur á að vera ástfangin, hrifin af og skotin?

Engin ummæli: