miðvikudagur, október 05, 2005

Kaktusinn minn er búinn að taka heljarinnar vaxtarkipp síðustu mánuði. Eitt sinn nettur og viðráðanlegur, nú risastór og jafnvægislaus. Hann er orðinn allt of stór fyrir pottinn sinn og ég hef komist að því að ég er ömurlegri blómaeigandi en mig grunaði. Ég nenni ómögulega að kaupa stærri pott, svo í staðinn læt ég kaktusinn bara stunda jafnvægisæfingar í lillemann-pottinum græna og reyni að láta hann halla í átt að rúðunni svo hann detti ekki um koll. Ég tala aldrei blíðlega við hann heldur pota í hann með penna eða gaffli þegar hann er við það að falla um koll. Potipotipot.

Það er samt frekar kjánalegt hvað þessi kaktus er mér hugleikinn alltaf. Einu sinni í sumar hringdi Þórunn í mig frá New York, og þegar hún spurði hvað væri að frétta fór ég að tala um kaktusinn! Það er óeðlilegt.

Engin ummæli: