fimmtudagur, október 20, 2005

Ásdís bládís?

Síminn hringir seint um kvöld. Á skjánum blikkar Leyninúmer hringir.

Ég: Ásdís!
Kona: Góða kvöldið. Hvernig líst þér á stefnumál Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar?
Ég: Uuu, ég hef nú ekki kynnt mér þau.
Kona: (hissa) Ætlarðu ekki að taka þátt í prófkjörinu?
Ég: Nei... Þarf maður ekki að vera í Sjálfstæðisflokknum til þess?
Þögn...
Ég: Er ég í Sjálfstæðisflokknum?
Kona: Já, þú ert allavega á skrá hér hjá mér.
Ég: Ööö, nújá.
Þögn...
Ég: Geturðu nokkuð skráð mig úr flokknum?
Kona: Neeei, það get ég ekki. Þú verður að koma niðureftir og gera það skriflega.
Þögn...
Ég: Hmm. Ókeibb. Ég geri það þá. Bless bless.
Kona: Já, allt í lagi. Bless.
Uppfært 23. október klukkan tíu mínútur yfir sex: Það var önnu kona að hringja í mig í nákvæmlega sömu erindagjörðum. Hún baðst afsökunar á trufluninni þegar ég var búin að útskýra málavöxtu.

Engin ummæli: