fimmtudagur, október 27, 2005

Tvö bögg:

  • Varaþurrkur.
  • Ég er búin að burðast með íþróttatösku í allan dag, vegna þess að ég ætla að vera mongómega dugleg eftir tíma í Odda og fara í ræktina í næsta húsi við. En ég gleymdi íþróttaskóm svo ég þarf að burðast með töskuna aftur heim til að ná í skó og fara svo aftur upp í íþróttahús. Bögg.
Eftir á að hyggja þá ætti ég nú ekki að vera pirruð yfir að þurfa að hreyfa mig til að fara að hreyfa mig.

Engin ummæli: