miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Í Fréttablaðinu í dag er grein um tækjaskort íslensku tollgæslunnar. Eins og staðan er í dag ná þeir bara að skoða rétt um 2000 gáma af þeim 200.000 gámum sem koma til landsins (eitt prósent!) og biðja því um gegnumlýsingartæki sem er nógu stórt til að gegnumlýsa gám, enda ráða núverandi tæki bara við að gegnumlýsa stöku kassa. Í lok greinarinnar er vitnað í Guðmund Hallvarðsson alþingismann sem segist vita til þess að verið sé að skoða kaup á slíku tæki hjá fjármálaráðuneytinu, en hvert slíkt tæki kostar um 80 milljónir króna. "Allar nágrannaþjóðir okkar eiga slík tæki enda nauðsynlegt að tollaeftirlit sé virkt og það er að mínu viti ekki hér á landi. Það segir sig sjálft að verðmæti stórra fíkniefnasendinga er það mikið að slíkur búnaður yrði fljótt búinn að borga sig ef slíkt næðist."

Ég skil ekki hvað hann á við. Græðum við eitthvað á að finna stórar fíkniefnasendingar, annað en þá vitneskju að efnin fari ekki í umferð? Hvað er eiginlega gert við dópið sem finnst við eftirlit, er því ekki bara sturtað niður í klósettið eða eytt á annan hátt? Hvernig fær hann það út að við græðum pening á því að finna stórar eiturlyfjasendingar? Ég er ekki að nöldra, ég er forvitin.

Engin ummæli: