þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Oooh. Í upphafi skólaársins fékk ég gefins demó af Microsoft forritinu OneNote. Ég er ástfangin af þessu forriti, svo það hryggir mig að tími okkar saman fer að renna út eftir nokkra daga. Það biður mig með jöfnu millibili um að kaupa alvöru útgáfuna og býður mér að gera slíkt á netinu, en vandamálið er bara að það er ekki hægt að svo stöddu samkvæmt vefsíðunni sem mér er vísað á. OneNote kostar 9580 krónur út úr búð hér á landi, en það er víst ekki til á lager að svo stöddu. Níuþúsundogsexhundruð krónur?! Það er slatti af peningum fyrir eitt skitið glósuforrit. Glósuforrit sem ég elska, reyndar... en djís hvað þetta er dýrt! Ætti ég að gerast pírati?

Engin ummæli: