föstudagur, desember 16, 2005

Á bókhlöðunni

Það er undarlega tómt hérna, það er eins og allir séu búnir í prófum. Mér líður eins og það séu 100 ár í síðasta prófið mitt. 100 ár er langur tími.

Það er útlenskur maður hérna rétt hjá mér. Síminn hans er búinn að hringja fjórum sinnum í dag og hann er ekki enn búinn að setja hann á silent.

Strákurinn og stelpan sem sitja hinumegin við mig eru með eins háralit og í eins lopapeysum. Úff.

Ég er samt hress sko.

Engin ummæli: