þriðjudagur, desember 06, 2005

Jay Leno lítur aldrei í augu þeirra áhorfenda sem hann heilsar með handabandi í upphafi þáttar. Það fer hrikalega í taugarnar á mér. Það heyrir líka til undantekninga að hann líti í augu hljómsveitarmeðlima þegar hann þakkar fyrir spileríið í lokin. Aðalsöngvarinn nær oftast augnsambandi en þegar Jay gengur röðina þá horfir hann oftast eitthvert annað, á næsta mann eða út í sal, meðan hann er að taka í höndina á einhverjum.

Mér finnst það mikil óvirðing að horfa ekki í augu þess sem maður er að heilsa með handabandi og ég vona að ég gerist aldrei sek um slíkt. Ég vona líka að mér gangi vel í prófinu á morgun.

Engin ummæli: