miðvikudagur, desember 21, 2005

Jess maður! Ekki vissi ég að það stæði til að kvikmynda How to be good. Það er frábær bók. Ég keypti hana á flugvellinum á leiðinni heim úr útskriftaferðinni. Ég ætlaði að kaupa Marie Claire, en Anna benti mér á að kiljurnar væru ekki mikið dýrari og myndu ábyggilega skilja meira eftir sig. Anna er svo skynsöm. Myndin sem fylgir fréttinni kom mér á óvart, ég hélt að Nick Hornby væri yngri.

Nú er ég farin að sofa.

Engin ummæli: