mánudagur, janúar 09, 2006

Vanalega hefur mér þótt áramótin vera meiri tímamót einhvernveginn. Í þetta skipti liðu þau hjá án þess að ég næði að líta yfir farinn veg eða setja mér háleit markmið fyrir komandi mánuði. Þess vegna er ágætt að þurfa ekki að mæta í skólann fyrr en 17. janúar, þá hef ég nægan tíma til að skoða naflann á mér og skipuleggja árið í rólegheitunum.

Jólafríið hefur hingað til verið dásamlegt. Orðið dásamlegt er nú ekki orð sem ég nota oft, en hér á það mjög vel við. Ég á dásamlega fjölskyldu, dásamlegar vinkonur og dásamlega vini.

Engin ummæli: