miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ég fór í bíó með mömmu í gær (já það var Valentínusardagur, já ég fór með mömmu, nei mér þótti það ekki leiðinlegt) og var í leðurjakkanum góða. Hún leit á mig glampandi augum og sagði að jakkinn færi mér vel. Við sátum í bíl fyrir utan Hagamelinn, æskuheimili pabba míns. "Ji Ásdís, þvílík nostalgía sem hellist yfir mig! Ég keyri hingað, bíba tvisvar og út kemur manneskja í brúnum leðurjakka... og við erum að fara í bíó!" Svo brosti hún út að eyrum og strauk mér um vangann.

Engin ummæli: