þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Í tilefni dagsins

Sem ég vélrita er ég klædd brúnum leðurjakka. Pabbi gaf mér hann fyrir stuttu, en þetta er jakkinn sem hann var í þegar hann og mamma hittust í fyrsta sinn. Ólíkt mér gat pabbi ekki rennt jakkanum upp, var með pípu í brjóstvasanum og gekk í mjaðmabuxum. Ást við fyrstu sýn? Ég veit það ekki... en jakkinn er allavega hluti ástæðunnar fyrir því að ég er hér í dag.

Engin ummæli: