föstudagur, febrúar 17, 2006

Í gærkvöldi ætlaði ég að poppa, en það kviknaði í olíunni í pottinum. Það kom mikill reykur og lyktin er ekki enn horfin. Ekki á ég eldvarnarteppi, svo í staðinn hljóp ég með pottinn niður og setti út á stétt. Stórkostlega heimskuleg viðbrögð kannski, en mér datt ekkert annað í hug og reykurinn var svo mikill að ég vildi bara losna við pottinn sem fyrst.

Þetta atvik gerði mér þó ljóst að ég er illa varin þarna uppi í risinu (enda er bæsaða trépanelsloftið líklega ekki sérlega eldvarið) og ég held að það væri ekki úr vegi að fjárfesta í eldvarnateppi og reykskynjara. Þekkjandi mig og mína framkvæmdagleði yrði ég þó hissa ef slíkur búnaður væri kominn í hús fyrir áramót.

Engin ummæli: