mánudagur, febrúar 20, 2006

Sófaskeyti

Er að horfa á Jay Leno STOPP Tek eftir upphandleggjunum á Kevin Eubanks STOPP Þeir eru massífir STOPP Hann er herðabreiður líka STOPP Hugsa með mér "Hvernig ætli hann líti út ekki íklæddur rúllukragapeysu?" STOPP Ég slæ nafninu hans inn í Google Images STOPP


Svona, nú veit ég það. Og þú líka. Ég get farið róleg að sofa. Þú líka.

Viðbót (00:09)
Eftir á að hyggja... ef ég myndi sjá svona færslu á síðu einhvers stráks sem hefði tekið eftir áhugaverðum líkamshluta konu í sjónvarpinu, ákveðið að finna mynd af henni (ekki í rúllukragapeysu) á internetinu og síðan bloggað um þessa leit sína... þá myndi ég mjög líklega dæma manninn fífl.

Engin ummæli: