mánudagur, febrúar 27, 2006

Tilgangslaus færsla um vindsængur og sæta geimfiska

Hvernig svafstu í nótt, Ásdís?
Ég? Jú, já.. takk fyrir að spyrja. Ég hef nú sofið betur.
Á hverju svafstu í nótt, Ásdís?
Þessu:

Ég ákvað að gista heima hjá mömmu og pabba í gærkvöldi, enda var klukkan orðin margt þegar við komum heim úr Skagafirðinum og enginn í stuði til að skutlast á Hagamelinn. Um miðnætti spyr mamma hvar ég hafði hugsað mér að sofa - Óttar væri í gamla rúminu mínu og gamla rúmið hans væri jú farið norður. Achso. Vindsæng var málið.

Það kom mér gleðilega á óvart að vindsængurfloti fjölskyldunnar hafði verið endurnýjaður. Ég veit fátt verra en að sofa á vindsæng sem er með samtengt kodda- og dýnuhólf. Skilurðu? Þannig vindsængur er ekki hægt að blása mátulega upp, því um leið og maður leggst verður koddahólfið hart eins og steinn og það er ekki svefnvænlegt. Vindsængin sem ég svaf á í nótt var betur hönnuð - eitt hólf, ekkert vesen.

Ég fékk lánað lak, sæng, kodda og tómt herbergi. Gerðist gelgja og kvartaði pínu meðan ég var að bursta í mér tennurnar. "Einstaklega kósý svefnaðstaða, ég kem pottþétt aftur!" Þau voru þó öll sofnuð, svo það hafði ekki tilætluð áhrif. Sængurverið sem mér var úthlutað var þó einstaklega töff, það var bót í máli.


Ég er sérstaklega hrifin af loðna, krúttlega fisknum í geimfiskabúrinu.


Ókei, þetta var ágætt. Klassi. Jáhh. Nú hef ég ekki fleiri afsakanir og get því snúið mér að ritgerðinni minni aftur. Jess.

Engin ummæli: