fimmtudagur, mars 02, 2006

Ég fór í Melabúðina áðan til þess að versla í matinn. Mér finnst eins og það sé alltaf einhver þar sem ég þekki eða kannast við. Í dag hitti ég hana Helgu Hrönn sem var með mér í sjötta og sjöunda bekk í grunnskóla, hún átti í vandræðum með að ákveða hvað ætti að vera í matinn.

Þegar ég gekk út úr búðinni sá ég hinsvegar NY-ferðafélaga minn hann Egil koma stökkvandi yfir götuna. Ég heilsaði honum glaðlega en hann sá mig ekki heldur gekk greiðlega framhjá mér. Ég kallaði á eftir honum en hann var að hlusta á iPoddinn sinn (sem hann keypti í New York meira að segja) svo hann heyrði ekki í mér. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist, þ.e. að Egill hvorki sjái mig né heyri vegna þess að hann er að hlusta á tónlist.

Næst þegar ég sé hann ætla ég að hlaupa hann uppi og pikka í hann.

Engin ummæli: