miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég veit ekki hvort ég ætti að segja frá þessu... en það var ekki fyrr en ég kláraði ritgerðina í nótt - klukkan fokking fimm - að ég komst að því að tölvustofurnar voru allar harðlæstar. Ég hafði því þjáðst að ástæðulausu. Ég hafði aaaaalveg eins getað verið í kósýheitum á Hagamelnum, en í staðinn sat ég nötrandi í drungalegri Háskólabyggingu. Eftir að hafa bölvað í dágóða stund fór ég heim, lagði mig í rúma tvo tíma, vaknaði, fór aftur upp í Odda, prentaði ritgerðina út og hentist upp á Læknagarð. Ritgerðin var komin í kassann klukkan 07:58

Nettur bömmer, nettur aulahrollur. Núna finnst mér ég þó eiga stærri hlut í Odda en aðrir stúdentar. Við Oddi höfum bondað, við Oddi erum vinir. Ég hef eytt nótt með Odda.

Ég frábið mér öllum kommentum við þessa færslu.

Engin ummæli: