mánudagur, mars 27, 2006

Í gær barst mér bréf frá banka mínum Glitni. Umslagið var vandlega merkt nýja lógóinu og sömuleiðis var haus bréfsefnisins rauður og Glitnislegur. Mér fannst því óstjórnlega fyndið að lesa bréfið:

Ágæti viðskiptavinur. Meðfylgjandi er nýja debetkortið þitt. Mikilvægt er að klippa gamla kortið áður en því er fargað. Mundu að varðveita PIN-númerið og jarí jarí jarí jarí blehhh...
Kveðja, starfsfólk Íslandsbanka.

Starfsfólk Íslandsbanka? Starfsfólk Íslandsbanka?! Þetta hlaut að vera einhver kjánalegur ruglingur. Ég tók nýja debetkortið upp, spennt að vita hvernig nýja Glitnis-útlitið væri - en OEKKÍ! Nýja Glitnis debetkortið mitt er nákvæmlega eins og gamla Íslandsbankakortið! Nákvæmlega eins! Það stendur meira að segja Íslandsbanki efst í hægra horninu!! Hahahahaha, þetta hlýtur að vera brandari. Mér finnst að Glitnir eigi að fá verðlaun fyrir að vera steiktasta fyrirtæki landsins.

Engin ummæli: