mánudagur, apríl 10, 2006

Talandi um hestanöfn... ég geymi enn sms sem ég fékk frá Unu síðasta sumar. Hún var í hestaferð ásamt foreldrum sínum og sendi mér eftirfarandi :

Ókei get this; tad er til hestur sem heitir Marsipan Óli! MARSIPAN ÓLI! OMG ég er búin ad hlæja ad tessu í kortér! Vúúh.
Ég fer alltaf að hlæja þegar ég les þetta og tími engan veginn að eyða þessu. Ég mun eiga þetta sms að eilífu!

Síðasta færslan virðist samt hafa farið öfugt í suma. Önundur kom að máli við mig áðan og sagði að "ég og Ómar erum sammála um að síðasta setningin í nýjustu bloggfærslunni þinni sé dulbúin einkamálaauglýsing". Svo bætti hann því við að þeir höfðu báðir ætlað að kommenta um þetta í kerfinu en hætt við til að hlífa móður minni. "[Ég] vildi hlífa henni við því að vita af léttýðgi dóttur sinnar" sagði hann.

Eftir á að hyggja sé ég vel hvað þeir eiga við. "Þú mátt slá á þráðinn ef þig langar á hestbak" hefði verið skárra. Þó svo að ekki hafi tekist betur til en þetta, þá var ég nú samt að reyna að skrifa ekkert tvírætt í síðustu færslu. Til dæmis passaði ég mig á því að segjast aldrei hafa farið á Prins, í staðinn fyrir að segjast aldrei hafa riðið honum. Jájá, þetta er vandmeðfarið.

Á sumrin erum við með hestana í haga rétt hjá Akranesi. Það eru mjög skemmtilegar reiðleiðir í nágrenninu og ein af mínum uppáhalds er leiðin sem liggur niður í fjöru. Það er nefnilega svo skemmtilegt að ríða í flæðarmálinu. Hohoho.

Engin ummæli: