þriðjudagur, maí 02, 2006

Allt í lagi. Ég veit að ég er ekki sú fyrsta til að bera þessa spurningu fram. Ég geri mér líka vel grein fyrir því að hún jaðrar við það að vera þreytt. En ég spyr samt: Afhverju endar maður alltaf á því að eiga fullt af stökum sokkum sem passa ekki saman eftir þvott?

Ég var að taka úr vélinni og er allt í einu með þrjá hvíta sokka sem passa ekki saman. Í alvörunni, hvert fara týndu sokkarnir?

Engin ummæli: