sunnudagur, júní 11, 2006

Ég átti mjög skemmtilegt samtal við símastrák Dómínos um daginn. Ég var búin að segja hvernig pizzu ég ætlaði að fá og bað um að fá hana senda heim...

Hann: Og þú átt heima áááá Þjóðarbókhlöðunni?
Ég: Nei, guði sé lof!
Hann: En það stendur hérna.
Ég: Ég á samt ekki heima þar.
Hann: Jæja þá, hvar áttu heima?

Engin ummæli: