miðvikudagur, júní 07, 2006

Unnur Vala, vinkona mín og fellow sálfræðinemi, eignaðist heilbrigða stúlku fyrr í dag. Prinsessan er rúmar 13 merkur og 50 cm og allt gekk þetta eins og í sögu.

Undanfarna mánuði er ég búin að fylgjast spennt með bumbunni stækka svo það var mikil gleði að fá sms frá hinni nýbökuðu móður.

Unnur er fyrsta vinkona mín sem verður mamma og mér þótti þetta ástand hennar, óléttan, alltaf mjög óraunverulegt. Jafnvel þegar bumban var orðin ófelanleg átti ég bágt með að ímynda mér að það væri annar einstaklingur inni í maganum á henni. Ég held að ég hafi spurt oftar en sjö sinnum hvort henni liði ekki eins og persónu úr Alien myndunum.

Nú finnst mér ég heilmikið fullorðnari en í gær.

Til hamingju Unnur og Sergio! Velkomin í heiminn litla stúlka, megi góðar vættir ávallt fylgja þér.

Engin ummæli: