miðvikudagur, október 11, 2006

Pabbi minn er brandarakall.

Þegar ég fer til foreldra minna í mat þá þarf ég oftast poka undir dótið sem mamma lætur mig fá. Hún er gjafmild á gúrkur, gulrætur, tómata, mjólkurfernur, klósettpappírsrúllur, tannkrem, kvöldmatsafganga í plastboxum og svo tek ég yfirleitt öll bréf/bankayfirlit og alla reikninga stílaða á mig. Auðvitað fæ ég ekki alltaf svona mikið, en það er undantekning að ég fari tómhent heim.

Fyrir tveimur dögum fór ég í mat til þeirra og borðaði Chili-súpu og gourmet samlokur. Þegar ég er að týgja mig til brottfarar þá spyr pabbi hvort ég vilji ekki tvo mjólkurlítra því hann hafi keypt of mikla mjólk áðan. Ég þigg með þökkum, enda engin mjólk til heima hjá mér, en þegar ég ætla að fara fram í eldhús þá stekkur pabbi upp og segir: "Lof mér, ég skal finna þetta fyrir þig!"

Ánægð með kallinn geng ég út í myrkrið.

Það er fyrst núna þegar ég opna fyrstu fernuna að ég tek eftir því að mjólkin rann út fyrir þremur dögum! Pabbi hljóp upp til handa og fóta til að finna gömlu mjólkina handa mér... Ooo, svo mikill brandarakall. Ég elska hann.

5 ummæli:

Ómar sagði...

Var hún gerilsneydd og fitusprengd?

Nafnlaus sagði...

En hvað hann var góður :)

Nafnlaus sagði...

Öss, var mjólkin ekki enn eins og ný?
Ég er kannski ein um það en í lengri tíma var mér bara boðið að vista síðuna þína þannig að ég gat ekki séð hana en mér til mikillar gleði varstu búin að blogga fullt síðan þá! :)
Dagbjört

Ásdís Eir sagði...

Jú, þetta slapp fyrir horn. Ég er samt bara búin að drekka eina fernu, hin er enn óopnuð inni í ísskáp. Geri ekki ráð fyrir að drekka hana samt. Það væri gott að eiga kisu á svona stundum. Ómar, þú gerilsneyddi og fitusprengdi maður, drekka kettir fjörmjólk?

Mokki litli sagði...

Ég er hér með kött sem drekkur laxavodka. Jújú, lax og vodka í blenderinn og kisinn er góður.