mánudagur, október 16, 2006

Það er búið að breyta umferðarréttinum á mótum Ægisgötu og Vesturgötu og er það skynsamleg breyting að mínu mati. Biðskyldan hefur færst af Ægisgötu yfir á Vesturgötuna og nú fæ ég fiðrildi í magann í hvert sinn sem ég keyri Ægisgötuna í átt að höfninni. Mér líður eins og ég sé að taka þvílíkan séns þegar ég fer yfir án þess að stoppa og líta til beggja hliða. Í sumar hjólaði ég oft hratt niður Ægisgötuna á leið í vinnuna (enda var ég iðulega á síðustu stundu) og var í raun bara heppin að lenda aldrei í óhappi á þessum gatnamótum. Nú get ég hjólað eins og bavíani án þess að hægja á mér. Scooore.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Ásdís :)

Nafnlaus sagði...

Oh ég elska þessa skipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar. Sennilega eina breytingin í fjöldamörg ár sem ég er ánægð með! Það þurfti algjörlega að lifa á brúninni þegar maður fór þarna yfir, loka augunum og halda í sér andanum og vona að það væri enginn bíll á leiðinni. Ótrúlegt að maður skuli vera enn á lífi.
Dagbjört