fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Ansans, ég er búin að týna kennslubókinni í 5 eininga faginu sem verður prófað úr eftir 10 daga. Þetta kemur sér afar illa, vægast sagt. Ég get ekki ímyndað mér hvar eða hvernig ég hef týnt henni... en týnd er hún. Eina sem mér dettur í hug er að einhver hefur tekið hana af borðinu mínu á Hlöðunni. Það er samt frekar langsótt og ótrúlegt.

Ný bók kostar 7980 krónur, en þá fylgja auðvitað ekki glósurnar og athugasemdirnar sem ég var búin að skrifa við textann. Mig langar að grenja.

Uppfært kl. 12:37
Gunnhildur ætlar að lána mér sína. Jess.

Engin ummæli: