þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Steinunn er farin og Hanna situr hjá tölvunum. Því sit ég við hringborðið ásam tveimur menntaskólastrákum. Hrmpf.

Merkilegt hvað viðmót manns breytist eftir eigin hentugleika. Þegar ég var í MR þá fussaði ég yfir því að Háskólanemar hefðu forgang að borðum á prófatíma. "Er þetta ekki þjóðarbókhlaða?" hnussaði ég. Og hrmpf-aði. Núna finnst mér sanngjarnast að þeir stúdentar sem stunda Þjóbbz reglulega yfir veturinn fái algjöran últímat forgang. Helst einhvers konar VIP-passa eða eitthvað.

Æ nei, þeir fara nú ekki svo mikið í taugarnar á mér þessir piltar. Ég hef þá allaveganna eitthvað krúttlegt að horfa á.

Engin ummæli: