sunnudagur, nóvember 05, 2006

Mér finnst almennt séð mjög gaman að versla, nema þegar ég er að leita að brjóstahaldara eða gallabuxum. Það er vesen og bögg og ég er sjaldan nógu þolinmóð til að leggja í svoleiðis leiðangra. Afgreiðslustúlkan vingjarnlega í Victoria's Secret í New York var því alger himnasending. Hún sá örvæntinguna í augum mér og tók mig upp á arma sína, mældi helstu ummál og benti mér á hinn fullkomna brjóstahaldara. No muss, no fuss. Ég keypti mér einn í aquabláu og hef eiginlega ekki farið úr honum síðan þá.

Mig langar í nýjan brjóstahaldara. Aquablár er þreytandi til lengdar og mig langar í smá tilbreytingu. Ég fór því inn á heimasíðu Viktoríu og skoðaði haldarann góða. Hann er til í mörgum nýjum litum: luscious rose, true red, mocha, miami tan, buff (haha), whisper pink, ivory, white, black og wavy stripe print. Verð: $47.00

Svo er það sendingarkostnaðurinn. Hann er auðvitað hlutfallslega minni eftir því sem maður verslar meira... svo ég ætla að kaupa tvo brjóstahaldara (enda er fáránlega erfitt að velja bara einn lit af svona mörgum flottum) og svo bráðvantar mig nýjar náttbuxur. Áminning: Ég er að hugsa um sendingarkostnaðinn. Hann lækkar hlutfallslega, ég er að spara - víst!
Reikningurinn lítur svona út:

Besti brjóstahaldari í heimi í fallegum lit x 1: $47,00 (3210 kr)
Besti brjóstahaldari í heimi í öðrum fallegum lit x 1: $47,00 (3210 kr)
Geðveikar náttbuxur, ýkt kósí x 1: $34,50 (2356 kr)
Vörur samtals: $128,5 (8777 kr)
Flutningsgjald: $30,95 (2114 kr)
Samtals: $159,45 ( sirka 10.890 kr)

Undanfarið hef ég heyrt þónokkrar kynsystur mínar dásama ShopUSA í bak og fyrir. Þær segja mér að það margborgi sig að versla í gegnum þessa vefsíðu. Þegar ég set dæmið inn í reiknivél ShopUSA fæ ég hinsvegar út að heildarkostnaður við að kaupa og flytja þessar vörur til Íslands sé 17.690 kr (miðað við að sett sé inn verð án flutningsgjalds, $128,5) en þegar ég nota reiknivél Tollstjórans í Reykjavík (sjá hér) þá reiknast mér að heildarkostnaður sé ekki nema 15.590 kr.

Hvað er ég ekki að taka með í reikninginn? Hvaða hagræðingu er ég að missa af? Og mikilvægasta spurningin: Afhverju er ekki hægt að kaupa heimsins besta brjóstahaldara hér á landi?

Engin ummæli: