þriðjudagur, desember 12, 2006


Eigendur jólaljósa úr IKEA hafa víst verið gagnrýndir fyrir að vera kommersjal plebbar, enda eru þessir ljóskransar í öðrum hverjum glugga í bænum. Mér er sama. Ég keypti mér tvö jólahjörtu í gær (eða nei, alveg rétt, mamma gaf mér þau. Score!) og ég ætla að hengja þau upp í kvöld. Kannski ég spili smá Bing Crosby líka... og kveiki á kertum.
Ég vona að mér takist að fara betur með þessi hjörtu en IKEA hjartað sem ég átti í fyrra. Kannski ég ætti að setja mér það markmið að taka þessi niður fyrir vorpróf.

Engin ummæli: