mánudagur, desember 11, 2006

Ég get ekki sofnað, svo í staðinn fyrir að bylta mér fram og tilbaka þá er ég komin fram í stofu. Ég er búin að hreiðra um mig í þægilega stólnum og er að lesa fyrir prófið sem ég er að fara í eftir fimm tíma. Veit ekki alveg hvort þetta sé sniðugt samt, það getur varla verið gott að fara ósofin í próf. Eeen.. það er svo sannarlega ekki gott að eyða dýrmætum tíma í að bylta sér, glaðvakandi. Nósörríbobb.

Engin ummæli: