föstudagur, desember 22, 2006

Klemma

Ég er að fara í skötuveislu í hádeginu á morgun og langar að vera fín. Bæði út af tilefninu og líka af því að ég ætla að láta taka mynd af okkur ömmu saman og gefa henni síðan myndina innrammaða í jólagjöf (aww, ég veit, fullkomna dótturdóttirin, hóst). Málið er samt að fatnaður skemmist í þessum boðum. Í fyrra þvoði ég peysuna mína fjórum sinnum eftir skötuboðið án þess að lyktin svo mikið sem dofnaði.

Þetta er næstum eins og Sophie's choice: á ég að vera sæt og fín á myndinni og eyðileggja rauða kjólinn eða á ég að mæta í fötum sem má henda og gefa síðan ömmu mynd af mér í 9 ára gömlum kvennahlaupsbol?

Það er hreint ekki auðvelt að vera ég.

Engin ummæli: