fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Ég var í sjónvarpinu áðan. Var að leysa landfestar, eða sleppa eins og við sjóararnir segjum, í KF Nörd þætti á Sirkus. Liðið fór í siglingu með Eldingunni í sumar og ég var háseti um borð. Síðan sást ég klifra fimlega um borð og í lok þáttar sást brosandi andlit mitt frammi í brú (í svona hálfa sekúndu) áður en skotið var víkkað og allur báturinn var í mynd.

Án þess að ég vilji monta mig of mikið þá læt ég hérna fylgja viðbrögð þeirra sem sáu þáttinn:

Una Sighvatsdóttir: "Gella með skills"
Önundur Páll Ragnarsson: "Sjónvarpsupplifun ársins"
Óttar Símonarson: "Þetta var illa gert"*

*Tekið skal fram að hann er á viðkvæmum gelgju-aldri, og það sem hann meinti var: "Vá hvað þú gerðir þetta vel. Rassinn þinn var ekkert feitur þegar þú klifraðir um borð. Ég er stoltur af því að vera bróðir þinn."

Engin ummæli: