miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Þegar langt líður frá síðustu færslu fæ ég oft snert af ritstíflu. Mér líður eins og "kommbakk-færslan" þurfi að vera bomba, í betri kantinum, mega sega, extra spicy, í þungavigtarklassanum. Eitthvað svoleiðis.

Ég er bara ekki í þungavigtarbombustuði. Í staðinn koma hér nokkrir punktar; færslur febrúarmánaðar í hnotskurn, hefðu þær verið skrifaðar:

  • Munið að kjósa!
  • Plís, ekki gleyma að kjósa!
  • Spenna, spenna, spenna.
  • Spennufall - grátur og gnístran tanna.
  • Röskva vann, Vaka tapaði.
  • Til hamingju Röskvuliðar.
  • Og allur sá djass.
Svona, þá er það afgreitt. Nú ætti ritstíflan að losna.

Engin ummæli: